Abbas í heimsókn til Svíþjóðar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. EPA

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hyggst heimsækja Svíþjóð í næsta mánuði. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Stefan Löfven forsætisráðherra hefði boðið Abbas til landsins þann 10. febrúar næstkomandi. 

Abbas mun einnig funda með Karli Gústafi Svíakonungi.

Sænska ríkið viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki í októbermánuði síðastliðnum, fyrst Evrópusambandsríkja í Vestur-Evrópu. Ísland viðurkenndi Palestínu árið 2011.

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um sögðu viður­kenn­ing­una ótíma­bæra en Palestínu­menn fögnuðu henni ákaft. Palestínsk­ir emb­ætt­is­menn sögðu að Svíar væru kjark­miklir og hefðu hvatt önn­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins til að fara að þeirra for­dæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert