Greiða bætur vegna kjarnorkusprenginga

Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fídjieyja
Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fídjieyja

Stjórnvöld á Fídjieyjum hafa lokið við að greiða skaðabætur til þeirra sem urðu fyrir geislavirkni í kjarnorkusprengingum Breta á eyjaklasanum á sjötta áratug seinustu aldar.

Í frétt AFP segir að tugir manna hafi greinst með krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma vegna geislavirkninnar. Alls greiddu stjórnvöld um 1,4 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 190 milljónum króna, út í morgun.

Bretar báru ábyrgð á sprengjunum sem voru sprengdar í tilraunaskyni árin 1957 og 1958 á kóraleynni Kiritimati. Þá voru um sjötíu manns á eyjunni. Bresk stjórnvald hafa hins vegar ávallt neitað að greiða bætur til fórnarlambanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert