Kalla eftir vopnahléi í Úkraínu

Ewa Kopacz, forsætisráðherra Póllands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, á …
Ewa Kopacz, forsætisráðherra Póllands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, á blaðamannafundi í París í dag. EPA

Francois Hollande, forseti Frakklands, og Ewa Kopacz, forsætisráðherra Póllands, kölluðu í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Úkraínu. Þeir skoruðu jafnframt á stjórnvöld í Rússlandi að hætta öllum stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. 

Hollande og Kopacz áttu fund saman í París, höfuðborg Frakklands, í hádeginu í dag. Þar hvöttu þeir einnig stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi til að setjast við samningsborðið og hefja viðræður við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um hvernig megi binda enda á þessi langvinnu átök í Úkraínu.

24 manns, þar á meðal nítján almennir borgarar, hafa látið lífið í átökum á milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu á síðastliðnum sólarhring. Alls hafa 5.100 manns látið lífið síðan átökin hófust fyrst fyrir um tíu mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert