Óvíst hvort fangarnir séu á lífi

Fangarnir, Kenji Goto og Moaz al-Kasasbeh
Fangarnir, Kenji Goto og Moaz al-Kasasbeh AFP

Ríkisstjórn Jórdaníu leitar nú eftir sönnunum á því að jórdanskur flugmaður, sem er í haldi Ríkis íslams sé enn á lífi. Er íraskur fangi, sem samtökin vilja fá lausann í staðinn fyrir flugmanninn enn í haldi í Jórdaníu. Ef fanganum verður ekki sleppt er flugmaðurinn tekinn af lífi.

Sam­tök­in eru einnig með jap­ansk­an blaðamann í haldi og hafa einnig hótað hon­um líf­láti.

Í hljóðupp­töku sem gefin var út í gær heyr­ist rödd sem seg­ist vera Jap­an­inn Kenji Goto. Í upp­tök­unni seg­ir hann að fang­ar­ar hann muni drepa flug­mann­inn Maaz al-Kass­asbeh, ef íraska fanganum yrði ekki sleppt við landa­mæri Tyrk­lands og Sýr­lands fyr­ir sól­set­ur í gær. 

Samkvæmt frétt BBC er íraski fanginn enn í haldi og hafa engin skipti átt sér stað. Er leitað sannanna á því að flugmaðurinn, Moaz al-Kasasbeh sé á lífi. Fjölskylda hans segist eiga heimildarmenn sem halda því fram að hann hafi verið á lífi stuttu fyrir sólsetur í gær. 

Óljóst er hvort að báðum föngunum, Goto og al-Kasasbeh, verði sleppt ef gengið er að kröfum hryðjuverkamannanna. 

Fyrri fréttir mbl.is.

Jórdanar hafa til sólseturs

Jórdanar samþykkja fangaskiptin

Myrða gíslana innan sólarhrings

Safi al-Kassasbeh,faðir flugmannsins ræðir við fjölmiðla í gær.
Safi al-Kassasbeh,faðir flugmannsins ræðir við fjölmiðla í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert