Er Pútín með Aspergers?

Ætli Pútín sé með Aspergers?
Ætli Pútín sé með Aspergers? AFP

Í nýrri skýrslu sem gerð var fyrir tilstillan varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, Pentagon, er Vladimír Pútín, Rússlandsforseti með Asperger-heilkennið. Bandaríska fréttastofan CBS komst yfir skýrsluna og hefur nú sagt frá innihaldi hennar.

Samkvæmt frétt Sky News er skýrslan skrifuð árið 2008 og er þar Asperger-heilkenninu lýst sem andlegum kvilla, tengdum einhverfu, sem hefur áhrif á alla ákvörðunartöku.

Skýrslan var gerð af bandarískum vísindamönnum og er hún byggð á myndbandsupptökum af forsetanum allt frá árinu 2000. Í skýrslunni kemur fram að þróun taugastarfssemi forsetans hafi orðið fyrir miklum skaða er hann var í móðurkviði. Gefur skýrslan til kynna að móðir Pútín hafi orðið fyrir einhverskonar slagi er hún var ólétt og hafi það haft skaðleg áhrif á Pútín sem fóstur. 

Telja vísindamennirnir að það hafi haft áhrif á hvernig Pútín hugsar og notar hægri hlið líkamans. 

Er vitnað í Stephen Porges sem er nú prófessor í geðlækningum við háskólann í Norður Karólínu sem komst að þeirri niðurstöðu að Pútín væri með gerð af einhverfu. Í gær hélt Porgers því þó fram að hann hafi aldrei fengið að sjá fullunna skýrsluna og vilji því ekki staðfesta að Pútín sé með heilkennið. 

Í greiningu sinni sagði Porges að bandarískir embættismenn þyrftu að finna rólegra umhverfi til þess að eiga í samskiptum við Pútín. Hegðun hans og svipir í andliti sýna einhvern sem er stöðugt í vörn. „Ef þú þarft að gera eitthvað með honum, þá viltu ekki vera á stórum viðburði, heldur frekar í einrúmi, einhversstaðar þar sem er þögn,“ á hann að hafa sagt í samtali við USA Today. 

Pútín er fyrrum leynilögreglumaður hjá KGB. Hann er vinsæll í heimalandinu en ekki treyst í vestrænum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Hafa ákvarðanir hans til að mynda verið harðlega gagnrýndar síðasta árið í tengslum við Krímskaga og innlimun Rússlands á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert