Fimmtán féllu í loftárásum

AFP

Talið er að í það minnsta fimmtán manns hafi látið lífið og tugir særst í loftárásum stjórnarhersins í Sýrlandi á vígi uppreisnarmanna í höfuðborg landsins, Damaskus, í dag. Börn eru á meðal hinna særðu, að sögn ljósmyndara AFP.

Almennir borgarar fluttu hina særðu á næsta sjúkrahús í borginni.

Stjórnarherinn hefur gert fjöldamargar árásir í og við borgina undanfarna daga. Talið er að árásirnar séu viðbrögð við loftskeytaárásum uppreisnarmanna frá því í seinustu vikum.

Yfir 210 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi frá því í febrúar 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert