Láta vita af árásum fyrirfram

Bashar al-Assad
Bashar al-Assad -

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að ríkisstjórn hans sé upplýst fyrirfram áður en Bandaríkjaher og samherjar geri loftárásir á Ríki íslams.

Þetta kom fram í máli forsetans í viðtali við BBC. Að sögn Assads hefur ekki verið um beint samstarf að ræða en upplýsingar um fyrirhugaðar árásir komi frá þriðja aðila, til að mynda Írak. Bandaríkjaher og bandamenn þeirra hófu að gera loftárásir á búðir Ríkis íslams í september í fyrra.

Í viðtalinu neitar Assad því að her Sýrlands hafi varpað sprengjum á svæði sem eru undir yfirráðum Ríkis íslams með þeim afleiðingum að þúsundir almennra borgara hafa týnt lífi. Hann segir þetta ekkert annað en sögusagnir í viðtali sem Jeremy Bowen, ritstjóri BBC í málefnum Mið-Austurlanda, tók við hann í Damaskus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert