Yfir 200 flóttamanna saknað

EPA

Yfir tvö hundruð flóttamanna er saknað á Miðjarðarhafi eftir að bátar þeirra sukku að sögn flóttafólks sem lifið sjóslysið af.

Alls komust níu á lífi til lands á ítölsku eyjunni Lampedusa í morgun en yfir 200 voru um borð í tveimur jullum þegar þær lögðu úr höfn í Líbíu á laugardag. 

Talskona flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna á Ítalíu, Carlotta Sami, skrifar á Twitter að níu hafi verið bjargað eftir fjóra daga á hafi en öldurnar soguðu hina 203 til sín. 

Samkvæmt upplýsingum frá flótta­manna­stofn­un­ á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, In­ternati­onal Org­an­izati­on for Migrati­on, tala flóttamennirnir sem lifðu af frönsku svo þeir eru væntanlega frá ríkjum Vestur-Afríku, svo sem Fílabeinsströndinni og Senegal.

„Vegna slæmra veðurskilyrða hvolfdi jullunum og fólkið hafnaði í sjónum. Margir drukknuðu,“ segir yfirmaður hjá IOM, Flavio Di Giacomo.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert