Á flótta

Hjálparsamtök í samvinnu með smyglurum

23.4. Ítalskur saksóknari sakar hjálparsamtök sem bjarga flóttamönnum við Miðjarðarhafið um samvinnu við smyglara. Carmelo Zuccaro, saksóknarinn, fullyrti við dagblaðið La Stampa að hann byggi yfir sönnunum þess efnis og benti meðal annars á símtöl sem færu á milli Líbýu og til björgunarbáta starfsmanna hjálparsamtakanna. Meira »

„Fordæmalaus“ flótti yfir hafið

21.4. Um 100 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu um páskana og þar með er tala þeirra sem farist hafa á ferð sinni yfir hafið í ár komin yfir þúsund. Meira »

Flóttamenn til bjargar í fjallaþorpi

16.4. Í hlíðum Aspromonte fjallgarðsins í suður Ítalíu hefur dauða lítils þorps verið snúið í sókn eftir að ákveðið var að taka á móti fjölda flóttamanna í þorpið sem dvelja þar í staðinn fyrir að vera í flóttamannabúðum meðan beðið er eftir því að mál þeirra verði tekin fyrir. Meira »

Börnin leggjast í Mjallhvítardá

9.4. Staðfest er að 58 börn í Svíþjóð fengu meðferð árið 2015 við því sem kallast uppgjafarheilkenni. Veikindin lýsa sér í því að börnin sýna lítil sem engin viðbrögð, hvorki líkamleg né tilfinningaleg, og eru nánast í dái. Þessi börn eiga flest aðeins eitt sameiginlegt: Þau eru börn hælisleitenda. Meira »

Björguðu ungbarni af Miðjarðarhafi

2.4. Fjögurra daga gamalt barn var meðal þeirra 480 flóttamanna sem bjargað var um borð í skip á Miðjarðarhafinu í gær.  Meira »

Björguðu þúsund manns á sex tímum

26.3. Björgunarsveitir björguðu um 1.000 manns af vanþróuðum gúmmíbátum við strendur Líbýu í nótt en fólkið var á leið til Evrópu. Ein kona fannst látin. Meira »

„Dauðinn eltir okkur“

16.3. Sham er tíu ára sýrlensk stúlka sem býr í Misrata í Líbýu ásamt foreldum sínum og yngri bróður, Balal, sem er fimm ára. Sham á erfitt með mál því orð hennar drukknuðu í hafinu við Líbýu ásamt bróður hennar, Talal. Meira »

Flóttafólki bjargað úr kæligámi

11.3. Átta Írakar, þar af fjögur börn, fundust í kæligámi flutningabíls á þjónustusvæði í austurhluta Spánar í gær. Fólkið ætlaði að reyna að komast til Bretlands, að sögn lögreglu. Meira »

Hælisleitendur hnepptir í varðhald

7.3. Ungverska þingið hefur samþykkt að allir þeir sem sækja um hæli verði sendir sjálfkrafa í varðhald í gámabúðum sem hefur verið komið upp við sunnanverð landamæri landsins. Meira »

Bannar dreifingu matvæla til flóttafólks

3.3. Borgarstjóri Calais í Frakklandi hefur bannað dreifingu matvæla til flóttafólks í viðleitni til að koma í veg fyrir að flóttamannabúðir rísi þar á ný í stað „frumskógarins“ sem var rýmdur og rifinn niður í árslok 2016. Segir hún dreifinguna öryggisógn. Meira »

Flóttabörn limlest og nauðgað

28.2. Börn á flótta frá Líbýu til Ítalíu eru mjög oft fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis af hálfu smyglara en þau greina sjaldnast frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Mörg þeirra eru limlest, nauðgað og jafnvel drepin á flóttanum. Um 26 þúsund börn fóru þessa leið, flest ein á ferð, í fyrra. Meira »

Berskjölduð fyrir pyntingum

24.2. Áætlun um að draga til baka leitar- og björgunaraðgerðir Evrópusambandsins á hafi úti mun festa tugi þúsunda fólks, sem er berskjaldað fyrir pyntingum og misneytingu, í Líbíu segir Iverna McGowan, framkvæmdastjóri skrifstofu Amnesty International um málefni evrópskra stofnana. Meira »

Sækja ættingja sína í heimalandinu

20.2. Hundruð manna af Rohingja-þjóðinni hafa flúið ofsóknir í Bangladess aftur til Búrma, þaðan sem þau komu. Flestir hafa þó aðeins snúið aftur tímabundið til að sækja ættingja sína. Þetta segir einn leiðtogi fólksins. Meira »

Synjað um að loka flóttamannabúðum

9.2. Hæstiréttur Kenýa hefur komið í veg fyrir að áætlun stjórnvalda um að loka Dadaab-flóttamannabúðunum verði að veruleika. Um er að ræða stærstu flóttamannabúðir heims. Ríkisstjórn Kenýa ætlaði að loka búðunum og senda flóttafólkið, sem er frá Sómalíu, til síns heima. Meira »

Upplifa von- og ástleysi

8.2. Alda sjálfsvígstilrauna meðal barnungra afganskra hælisleitenda í Svíþjóð hefur vakið áhyggjur meðal sjálfboðaliða og annarra sem starfa með flóttafólki. Á síðustu tveimur vikum gerðu sjö hælisleitendur, sem allir komu einir síns liðs til Svíþjóðar, tilraun til að svipta sig lífi. Meira »

Líkti flóttamannabúðum við fangabúðir

22.4. Frans páfi líkti sumum flóttamannabúðum í Evrópu við fangabúðir þegar hann minntist kristinnar konu sem var myrt vegna trúar sinnar fyrir framan eiginmann sinn sem er múslimi. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Ætla að senda heilabilaða konu úr landi

15.4. Sjötug afgönsk kona, Zarmena Waziri, sem þjáist af heilabilun, verður væntanlega send úr landi í Danmörku þar sem henni hefur synjað um hæli í landinu. Dóttir hennar, sem einnig er í Danmörku, segir að móðir hennar muni ekki lifa af tvo daga í Kabúl. Meira »

Ekki bara beinir viðskiptahagsmunir

4.4. Hagsmunir ríkja felast ekki bara í beinum viðskiptahagsmunum heldur þarf að skoða málin í stærra samhengi. Þar kemur til dæmis hlutverk umhverfisverndar og þróunarsamvinnu inn í spilið með því að stuðla að stöðugleika og friði og draga úr ólgu og flóttamannastraumi. Meira »

Ekki fleiri kökumyndir

28.3. Ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Inger Støjberg, segist undrast þau viðbrögð sem hún hefur fengið vegna myndar á Facebook þar sem hún fagnar hertum reglum um komu flóttafólks til landsins með köku. Hún segir að hún muni ekki kaupa aftur köku af þessu tagi. Meira »

Björguðu 3.000 manns á flótta

19.3. Um 3.000 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag, eftir að þeir höfðu reynt að fara norður yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Þetta staðfestir ítalska landhelgisgæslan í samtali við fréttastofu AFP. Meira »

Ömurlegt afmæli

15.3. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í sex ár í dag. Ömurlegur afmælisdagur, segir Anna Shea, lögfræðingur hjá Amnesty International. Hún segir að samningur Evrópusambandsins við Tyrkland sé brot á lögum og ef afstaða ESB breytist ekki mun flóttamannasáttmáli SÞ líða undir lok. Meira »

Drápu 22 flóttamenn

8.3. Smyglarar drápu 22 afríska flóttamenn á strönd í Líbýu. Flóttafólkið átti að fara um borð í bát og ætlaði að reyna að fara hina hættulegu leið til Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Fólkið neitaði hins vegar að fara um borð í bátinn þar sem veður var vont og það treysti sér ekki til ferðarinnar. Meira »

Bandarísk gildi fótum troðin

7.3. Amnesty International gagnrýnir harðlega ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að banna flóttamönnum að koma til landsins næstu fjóra mánuði og banna ferðalög ríkisborgara sex ríkja þangað. Segir framkvæmdastjóri mannúðarsamtakanna að með þessu séu bandarísk gildi fótum troðin. Meira »

Beitti 15 börn kynferðislegu ofbeldi

28.2. Starfsmaður í flóttamannamiðstöð í Agderfylki í Noregi hefur verið ákærður fyrir að hafa beitt fimmtán börn kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn sem starfaði í flóttamannamiðstöðinni 2013-2016 var handtekinn á fimmudaginn. Meira »

Tíu árásir á flóttamenn daglega

26.2. Að meðaltali voru um 10 árásir gerðar á dag á flóttamenn í Þýskalandi á síðasta ári, samkvæmt innanríkisráðuneytinu. Alls voru gerðar 3.533 árásir á flóttamenn og húsnæði þeirra árið 2016, þar af voru gerðar 2.545 árásir á einstaklinga. 560 manns slösuðust vegna ofbeldisins, þar af 43 börn. Meira »

„Við gegn þeim“

22.2. Stjórnmálamenn beita nú æ oftar hugmyndafræði um „við gegn þeim“. Þessi orðræða stjórnmálamanna í heiminum hefur aukið bilið milli landa og gert heiminn hættulegri segir í ársskýrslu Amnesty International, en samtökin gáfu í dag út árlegt yfirlit sitt yfir stöðu mannréttinda í heiminum. Meira »

Hundruð flúðu til Spánar

17.2. Hundruð flóttamanna fóru yfir landamæri Marokkó til Spánar í Ceuta í morgun og eru einhverjir þeirra slasaðir eftir flóttann, en margra metra há girðing er á landamærunum. Meira »

Taka 500 börn í stað 3.000

8.2. Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt þingmönnum að þau hyggist aðeins taka á móti 150 börnum sem dvelja nú eins síns liðs í flóttamannabúðum í Grikklandi, Ítalíu og Frakklandi. Vonir stóðu til að börnin yrðu samtals 3.000 en 350 hafa þegar verið flutt til Bretlands. Meira »

Segir flóttamenn ekki hættulega

3.2. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hefur gagnrýnt tímabundið bann Bandaríkjanna við komu flóttamanna til landsins og hvetur þjóðir heimsins til að bjóða velkomna þá sem eru að flýja stríðsátök. Meira »