Á flótta

Ást við fyrstu sýn í búðunum

12:00 Réttarhöld hófust yfir franskri konu í dag sem er sökuð um að hafa veitt írönskum flóttamanni aðstoð við að komast yfir Ermarsund til Bretlands. Meira »

Báru ábyrgð á dauða 71 manns

21.6. Réttarhöld yfir ellefu mönnum hefjast í Ungverjalandi í dag en mennirnir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða 71 flóttamanns í í flutn­inga­bíl á hraðbraut í Aust­ur­ríki. Fólkið hafði kafnað fljót­lega eft­ir að hafa farið inn í kæligám bíls­ins í Ung­verjalandi fyrir tæpum tveimur árum. Meira »

65,6 milljónir á flótta

19.6. Fjöldi þeirra sem þvingaðir hafa verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna var sá mesti sem nokkru sinni hefur verið skráður árið 2016, samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun SÞ gaf út í dag. Meira »

Fundu 44 látna í eyðimörkinni

1.6. Að minnsta kosti 44 flóttamenn, þeirra á meðal börn, hafa fundist látnir í eyðimörkinni í norðurhluta Níger. Fólkið var á leið til Líbíu þegar bifreið þeirra bilaði. Meira »

Tíu þúsund bjargað á fjórum dögum

27.5. Um tíu þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað undan ströndum Líbíu síðustu fjóra daga. Að minnsta kosti 54 hafa látist.  Meira »

200 féllu útbyrðis

24.5. Að minnsta kosti tuttugu flóttamenn drukknuðu, þar á meðal lítil börn, í morgun þegar yfirhlaðið skip sökk á Miðjarðarhafi.  Meira »

Flýja vargöld í Nígeríu

14.5. Yfir 480 flóttamönnum var bjargað á Miðjarðarhafinu í gær þegar þeir reyndu að komast yfir hafið frá Norður-Afríku. Sjö lík hafa fundist, samkvæmt upplýsingum frá ítölsku strandgæslunni í morgun. Meira »

Óvissan er verst

4.5. Tæplega 75 þúsund flóttamenn, þar á meðal 24.600 börn, hafa lokast inni í ríkjum eins og Grikklandi, Búlgaríu, Ungverjalandi og á Balkanskaganum. Þeir eiga á hættu að glíma við sálrænan vanda vegna þeirra aðstæðna sem þeir búa við. Meira »

Þurfa ekki lengur að sýna skilríki

2.5. Sænsk yfirvöld hafa ákveðið að hætta kerfisbundnu eftirliti við dönsku landamærin sem var kynnt til sögunnar í janúar 2016 til að stemma stigu við auknum straumi flóttamanna til landsins. Meira »

Hjálparsamtök í samvinnu með smyglurum

23.4. Ítalskur saksóknari sakar hjálparsamtök sem bjarga flóttamönnum við Miðjarðarhafið um samvinnu við smyglara. Carmelo Zuccaro, saksóknarinn, fullyrti við dagblaðið La Stampa að hann byggi yfir sönnunum þess efnis og benti meðal annars á símtöl sem færu á milli Líbýu og til björgunarbáta starfsmanna hjálparsamtakanna. Meira »

„Fordæmalaus“ flótti yfir hafið

21.4. Um 100 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu um páskana og þar með er tala þeirra sem farist hafa á ferð sinni yfir hafið í ár komin yfir þúsund. Meira »

Flóttamenn til bjargar í fjallaþorpi

16.4. Í hlíðum Aspromonte fjallgarðsins í suður Ítalíu hefur dauða lítils þorps verið snúið í sókn eftir að ákveðið var að taka á móti fjölda flóttamanna í þorpið sem dvelja þar í staðinn fyrir að vera í flóttamannabúðum meðan beðið er eftir því að mál þeirra verði tekin fyrir. Meira »

Börnin leggjast í Mjallhvítardá

9.4. Staðfest er að 58 börn í Svíþjóð fengu meðferð árið 2015 við því sem kallast uppgjafarheilkenni. Veikindin lýsa sér í því að börnin sýna lítil sem engin viðbrögð, hvorki líkamleg né tilfinningaleg, og eru nánast í dái. Þessi börn eiga flest aðeins eitt sameiginlegt: Þau eru börn hælisleitenda. Meira »

Björguðu ungbarni af Miðjarðarhafi

2.4. Fjögurra daga gamalt barn var meðal þeirra 480 flóttamanna sem bjargað var um borð í skip á Miðjarðarhafinu í gær.  Meira »

Björguðu þúsund manns á sex tímum

26.3. Björgunarsveitir björguðu um 1.000 manns af vanþróuðum gúmmíbátum við strendur Líbýu í nótt en fólkið var á leið til Evrópu. Ein kona fannst látin. Meira »

Ferðaðist 230 km undir rútu

Í gær, 21:29 Drengur ferðaðist að minnsta kosti 230 km frá Marokkó til Spánar hangandi undir hópferðabifreið. Ferðalag drengsins þykir til marks um örvæntingu þeirra sem leggja allt undir til að komast til Evrópu. Meira »

Tvö þúsund flóttamenn drukknað

20.6. Talið er að tæplega tvö þúsund flóttamenn hafi drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu en í dag er Alþjóðlegi flóttamannadagurinn. Meira »

900 bjargað úr sökkvandi gúmmíbát

17.6. Strandgæsla við Líbíu bjargaði ríflega 900 flóttamönnum af afrískum og asískum uppruna í tilraun þeirra til að komast yfir Miðjarðarhafið og yfir til Evrópu. Á meðal þeirra sem var bjargað voru 25 börn og 98 konur þar af voru nokkrar barnshafandi. Meira »

„Við erum í forréttindastöðu“

29.5. „Þú þarft að þekkja stöðuna þína gagnvart þeim sem þú hjálpar. Þú þarft að þekkja sjálfan þig og hvaðan þú kemur því við erum í forréttindastöðu.“ Þetta kom fram í fyrirlestri Helgu Þórólfsdóttur á Evr­ópuráðstefnu fé­lags­ráðgjafa sem ber yf­ir­skrift­ina Jaðar­setn­ing í sí­breyti­legu sam­fé­lagi í Hörpu. Meira »

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

25.5. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

5 þúsund flóttamönnum bjargað

20.5. Að minnsta kosti 5.000 flóttamönnum hefur verið bjargað úr hafi milli Líbýu og Ítalíu á síðustu þremur dögum. Strandgæslan á Ítalíu og í Líbýu hafa staðfest þetta. Um 2.900 var bjargað á fimmtudaginn og af þeim voru 2.300 fluttir til Ítalíu og 580 voru færðir til Líbýu. Meira »

Ellefu látnir og 200 saknað

8.5. Ellefu flóttamenn eru látnir og tæplega tvö hundruð er saknað eftir að tveir bátar sukku í Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbýu. Þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eftir fólki sem komst í land. Meira »

Þurfa að hætta eftirlitinu fyrir árslok

2.5. Þau ríki Evrópusambandsins, sem tóku upp kerfisbundið landamæraeftirlit innan Schengen-landamæra sinna til að stemma stigu við straumi flóttamanna, ættu að hafa hætt slíku eftirliti í nóvember í síðasta lagi. Meira »

Hátæknigirðing heftir för flóttafólks

28.4. Stjórnvöld í Ungverjalandi segjast hafa lokið við framkvæmdir á enn einni girðingunni til að hefta för flóttamanna yfir landamærin frá Serbíu. Á girðingunni eru m.a. næturmyndavélar, skynjarar sem nema hita og hreyfingu og hátalarar sem í heyrast viðvörunarorð á fimm tungumálum. Meira »

Líkti flóttamannabúðum við fangabúðir

22.4. Frans páfi líkti sumum flóttamannabúðum í Evrópu við fangabúðir þegar hann minntist kristinnar konu sem var myrt vegna trúar sinnar fyrir framan eiginmann sinn sem er múslimi. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Ætla að senda heilabilaða konu úr landi

15.4. Sjötug afgönsk kona, Zarmena Waziri, sem þjáist af heilabilun, verður væntanlega send úr landi í Danmörku þar sem henni hefur synjað um hæli í landinu. Dóttir hennar, sem einnig er í Danmörku, segir að móðir hennar muni ekki lifa af tvo daga í Kabúl. Meira »

Ekki bara beinir viðskiptahagsmunir

4.4. Hagsmunir ríkja felast ekki bara í beinum viðskiptahagsmunum heldur þarf að skoða málin í stærra samhengi. Þar kemur til dæmis hlutverk umhverfisverndar og þróunarsamvinnu inn í spilið með því að stuðla að stöðugleika og friði og draga úr ólgu og flóttamannastraumi. Meira »

Ekki fleiri kökumyndir

28.3. Ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Inger Støjberg, segist undrast þau viðbrögð sem hún hefur fengið vegna myndar á Facebook þar sem hún fagnar hertum reglum um komu flóttafólks til landsins með köku. Hún segir að hún muni ekki kaupa aftur köku af þessu tagi. Meira »

Björguðu 3.000 manns á flótta

19.3. Um 3.000 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag, eftir að þeir höfðu reynt að fara norður yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Þetta staðfestir ítalska landhelgisgæslan í samtali við fréttastofu AFP. Meira »