Yfir 3.800 á fjórum dögum

Undanfarinn sólarhring hafa 933 flóttamenn komið að landi á ítölsku eyjunni Lampedusa síðasta sólarhringinn sem þýðir að yfir 3.800 hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi frá því á föstudag.

Meðal þeirra sem hafa staðið í ströngu við björgunarstörf á Miðjarðarhafi er áhöfn varðskipsins Týs sem hefur staðið vaktina frá því í nóvember á vegum Frontex landamæraverkefnisins.

Um þúsund flóttamenn bíða nú aðstoðar á Lampedusa en aðstaðan þar er miðuð við um að aðstoða um 400 manns. Enn fleiri eru í bænum Pozzallo á Sikiley. 

Á sunnudag stýrði ítalska landhelgisgæslan víðtækum björgunaraðgerðum þar sem yfir tvö þúsund flóttamönnum í neyð var bjargað á sjóleiðinni milli Lampedusa og strandar Líbíu.

Þann sama dag greindu ítölsk yfirvöld frá því að þau væru að flytja allt starfsfólk sitt og að loka sendiráði sínu í Líbíu sem sýnir hvernig ástandið þar er, að því er segir í nýju fréttaskeyti frá alþjóðlegum flóttamannasamtökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert