Boðið að knúsa "hryðjuverkamann"

Skjáskot

Karlmaður nokkur fór nokkuð sérstaka leið til þess að vekja athygli á því hversu ósanngjarnt það væri að setja alla múslima undir einn hatt og gera ráð fyrir að þeir væru hryðjuverkamenn.

Stillti maðurinn sér upp á almannafæri með bundið fyrir augun og bauð fólki að knúsa sig. Við hlið hans voru skilti þar sem stóð annars vegar: „Ég er múslimi. Ég er brennimerktur sem hryðjuverkamaður.“ Og hins vegar: „Ég treysti þér. Treystir þú mér? Faðmaðu mig.“

Eins og sést á myndbandinu vakti uppátækið, sem ekki kemur fram hvar fór fram, mikla athygli og tóku ófáir boðinu og knúsuðu manninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert