Stúlkurnar komnar til Sýrlands

Á myndinni sjást stúlkurnar ganga gegnum öryggishlið á Gatwick-flugvelli 17. …
Á myndinni sjást stúlkurnar ganga gegnum öryggishlið á Gatwick-flugvelli 17. febrúar sl. AFP

Talið er að bresku skólastúlkurnar Shamima Begum, Kadiza Sultana og Amira Abase séu nú komnar til Sýrlands. Þær flugu frá Bretlandi til Tyrklands fyrir rúmri viku. Líklegt þykir að þær ætli að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams.

Staðgengill forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi í gær yfirvöld í Bretlandi og sakaði þau um seinagang í máli stúlknanna. Það væri ámælisvert að þrjár stúlkur geti ferðast frá Heathrow til Istanbúl í Tyrklandi undir þessum kringumstæðum. Áður hefur þó komið fram að stúlkurnar hafi farið frá Gatwick-flugvelli.

Vitað er að að minnsta kosti ein stúlkanna hafði samband við Aqsu Mahmood nokkrum dögum áður en stúlkurnar fóru til Tyrklands. Hún yfirgaf heimili sitt í Skotlandi árið 2013 til að ganga til liðs við ríki íslams.

Frétt mbl.is: Talin hafa tælt stúlkurnar

Fjölskylda hennar sagðist í samtali við CNN í gær vera afar hissa og skelkuð. Þau hafi talið að vel væri fylgst með Aqsu á samfélagsmiðlum og því hefði lögregla átt að bregðast við ef ein af stúlkunum þremur var í samskiptum við hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert