Musterisriddararnir án höfuðs

Mexíkósk stjórnvöld fögnuðu ákaft í gær þegar ljóst var að höfuð Musterisriddaranna (e. Knig­hts Templ­ar) var komið á bak við lás og slá. Muster­isridd­ar­arn­ir eru ein alræmdustu glæpasamtök landsins og foringi þeirra, Servando „La Tuta“ Gomez, lengi verið eftirlýstur.

Muster­isridd­ar­arn­ir voru eitt sinn hluti af Fjölskyldunni (s. La Familia) en eftir aðskilnaðinn deildu glæpasamtökin um yfirráðasvæði.

Gomez sem er 49 ára var handtekinn í borginni Morelia og án þess að til bardaga kæmi, sem þykir óvanalegt þegar um glæpasamtök í Mexíkó er að ræða. Hann var þegar í stað fluttur til Mexíkóborgar og helstu fjölmiðlar landsins kallaðir til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert