Rannsaka kynlífsleikföng í morgunþætti

Fifty Shades of Grey-æðið tröllríður öllu um þessar mundir.
Fifty Shades of Grey-æðið tröllríður öllu um þessar mundir. AFP

Eftirlitsstofnuninni Ofcom bárust 120 kvartanir eftir að morgunþátturinn This Morning á sjónvarpsstöðinni ITV fjallaði um kynlífsleikföng og „bindingar fyrir byrjendur“ í tengslum við sýningar á kvikmyndinni Fifty Shades of Grey.

Í þættinum, sem er sýndur kl. 10.30 á morgnana, tóku þáttastjórnendur, Christine Bleakely og Philip Schofield, á móti kynlífsfræðingnum Annabelle Knight. Á meðan stjórnendurnir ræddu við gestinn um ýmis kynlífshjálpartæki sýndu fáklædd módel réttu handtökin.

Ofcom hefur ákveðið að taka til athugunar hvort við hæfi var að sýna viðkomandi efnisþátt fyrir svokölluð vatnaskil, sem í Bretlandi eru kl. 21.

This Morning hefur oftsinnis leikið sér á skilum þess sem þykir sæmilegt og ósæmilegt, m.a. með því að sýna 84 ára konu gangast undir „vajacial“, eða „kynfærasnyrtingu“ á íslensku. Þá hefur þátturinn sýnt ristilspeglun í beinni útsendingu og lækni gangast undir sýnatöku vegna leghálskrabbameins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert