Dómsmálaráðherra Hollands segir af sér

Ivo Opstelten
Ivo Opstelten AFP

Dómsmálaráðherra Hollands,  Ivo Opstelten, sagði af sér í gærkvöldi í tengslum við hneykslismál tengdu þekktum eiturlyfjabarón.

Opstelten tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi í Haag en hann segist taka fulla ábyrgð á málinu. Í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að sönnunargögn hafi komið fram sem sýni að eiturlyfjasalinn Cees H hafi fengið greiddar 4,7 milljónir gyllina (2,4 milljónir evra). Um var að ræða samning sem Fred Teeven, ráðuneytisstjóri en þáverandi ríkissaksóknari, gerði við Cees H um að hann fengi endurgreitt fé sem hafði verið haldlagt vegna rannsóknar. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Cees H í Lúxemborg án þess að skattayfirvöld væru upplýst um málið. Teeven sagði einnig af sér í gærkvöldi.

Á síðasta ári hélt Opstelten því fram á þingi að engin gögn væru til um sem sýndu fram á samkomulagið við fíkniefnasalann. Var hann spurður út í samninginn á þingi í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Í gær sagði hann að ekki hafi tekist að hafa upp á bankakvittunum eða öðru slíku en að hann hafi fengið það staðfest rafrænt að millifærslan hafi átt sér stað.

Að sögn Opstelten eru upplýsingarnar ekki nýjar af nálinni og að hann hefði átt að fá þær fyrr í hendurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...