Mætir Pútín á fundinn í dag?

Vladímír Pútín Rússlandsforseti.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti. mbl.is/afp

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sást síðast opinberlega 5. mars síðastliðinn. Fjölmargir velta vöngum um heilsu mannsins og hefur hann jafnvel verið sagður látinn.

Í dag er fyrirhugaður fundur Pútíns og Almazbek Atambayev, forseta Kirgisistans, í Pétursborg og bíða fjölmiðlar nú spenntir eftir að sjá hvort forsetinn láti sjá sig.

Mæti Pútín ekki til fundarins er ljóst að raddir um andlát eða veikindi forsetans verða enn háværari. Forsetaskrifstofan hefur vísað veikindum Pútíns á bug og er hann sagður vera á stöðugum fundum.

Síðast þegar heilsufar Pútíns komst í fréttir árið 2012 þjáðu þrautir í baki forsetann.

Pútín sagður á fundum lon og don

Hvar er Pútín?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert