Fundu lík stúlkunnar í ferðatösku

Lögreglubíll í Utah.
Lögreglubíll í Utah.

Tveir karlmenn, 30 ára og 47 ára, eru í haldi lögreglu í Utah í Bandaríkjunum, grunaðir um að bera ábyrgð á andláti 18 ára stúlku frá Colorado sem hvarf í desember á síðasta ári. Líkamsleifar stúlkunnar fundust í ferðatösku seint í síðasta mánuði.

Ættingjar Kelly Mae Myers tilkynntu um hvarf hennar en þau telja að hún hafi hugsanlega ætlað að ferðast á puttanum til að heimsækja vini í Salt Lake City.

Við rannsókn málsins skoðaði lögregla meðal annars samfélagsmiðlanotkun stúlkunnar og þá kom í ljóst að hún skráði sig inn í gegnum IP tölu á hóteli West Valley City í Utah.

Starfsfólk hótelsins sagði við lögreglu að vond lykt hefði verið í herberginu þar sem hún dvaldi og er talið að stúlkan hafi látið lífið í herberginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert