Fjarlægði nöfn skyldmenna sinna

George Papaconstantinou, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands.
George Papaconstantinou, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands. AFP

George Papaconstantinou, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, hefur verið sakfelldur fyrir að afmá nöfn frændfólks síns af lista sem hafði að geyma nöfn hugsanlegra skattsvikara þar í landi.

Dómstóll í Grikklandi dæmdi hann í síðustu viku í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um trúnaðarbrest í starfi sínu.

Skattalistinn var listi yfir eigendur bankareikninga í svissnesku útibúi breska bankans HSBC. Ríkisstjórn Papaconstantinos var harðlega gagnrýnd fyrir að beita sér ekki gegn einstaklingunum sem voru að finna á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert