Skothríð við Þjóðaröryggisstofnunina

Höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Maryland.
Höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Maryland. AFP

Að minnsta kosti tveir særður í skotárás við Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, skammt frá Washington í dag. Á myndum sem teknar eru úr lofti sést lögreglubíll við öryggishlið stofnunarinnar og er hann mikið skemmdur. 

Sjónvarpsstöðin NBC4 sýndi frá því í beinni útsendingu er óeinkennisklæddur maður var settur inn í sjúkrabíl, að því er fram kemur í frétt BBC. Í fréttinni kemur fram að svo virðist sem lögreglubílinn hafi lent í árekstri og sjá má brak um allt á vettvangi.

ABC sjónvarpsstöðin segir að talið sé að bíl hafi verið ekið á öryggishlið við stofnunina í þeim tilgangi að brjótast inn. 

Um 40 þúsund manns starfa hjá stofnuninni.

<blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/hashtag/BREAKINGNEWS?src=hash">#BREAKINGNEWS</a> officer involved crash/shooting <a href="https://twitter.com/hashtag/FortMeade?src=hash">#FortMeade</a> appears at least one fatality <a href="https://twitter.com/hashtag/breaking?src=hash">#breaking</a> <a href="http://t.co/tBqM5ZOZjL">pic.twitter.com/tBqM5ZOZjL</a>

— Brad Freitas (@NewsChopperBrad) <a href="https://twitter.com/NewsChopperBrad/status/582538425900908544">March 30, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert