Norður-Kórea skaut eldflaugum

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Stjórnvöld í Suður-Kóreu fullyrða að nágrannarnir í norðri hafi skotið fjórum tilraunaflugskeytum á haf út í gærkvöldi. Eldflaugarnar draga um 150 kílómetra en talið er að þeim hafi verið skotið frá Dongchangri í norðurhluta Norður-Kóreu.

Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í heimsókn til Suður-Kóreu í næstu viku og telja stjórnvöld í Suður-Kóreu að Norður-Kóreumenn hafi skotið flaugunum vegna þess. Mikil spenna er á milli ríkjanna, eins og kunnugt er.

Suður-Kórea og Bandaríkin hafa átt í ýmsu samstarfi á sviði varnarmála og til dæmis verið með sameiginlegar heræfingar frá því í byrjun marsmánaðar. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa gagnrýnt þessar æfingar harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert