Fara fram í sérsmíðuðum réttarsal

Réttarhöld hófust í dag yfir 69 flokksmönnum nýnasistasamtakanna Gullin dögun í Grikklandi, en hvorki leiðtogi flokksins né aðrir nafntogaðir þingmenn hans voru viðstaddir. Réttarhöldin fara fram í sérsmíðuðum réttarsal í öryggisfangelsi í Aþenu.

Lögmenn Nikos Michaloliakos, stofnandi Gullinnar dögunnar, og annarra þingmanna gáfu enga skýringu á fjarveru skjólstæðinga sinna, en leiðtoginn og hægri hönd hans, Christos Pappas, höfðu verið leystir úr haldi eftir 18 mánuði í fyrirbyggjandi varðhald.

Aðeins um 40 ákærðu voru viðstaddir þegar réttarhöldin hófust.

Ákæruliðirnir gegn Michaloliakos og félögum eru fjölmargir, en þeir hafa m.a. verið sakaðir um morð og þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði og að þau muni ráða úrslitum um framtíð flokksins, sem er sá þriðji stærsti í landinu.

Mannréttindasinnar höfðu stefnt fólki að fangelsinu í dag, til að skyggja á stuðningsmenn Gullinnar dögunnar.

Þessi mynd var tekin í september sl., þegar Nikos Michaloliakos …
Þessi mynd var tekin í september sl., þegar Nikos Michaloliakos var í varðhaldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert