„Ég bið um fyrirgefningu“

Oskar Gröning yfirgefur réttarsalinn eftir fyrsta dag réttarhaldanna í Þýskalandi …
Oskar Gröning yfirgefur réttarsalinn eftir fyrsta dag réttarhaldanna í Þýskalandi í dag. AFP

Oskar Gröning, sem kallaður hefur verið „bókari Auschwitz“ viðurkennir að hann finni fyrir siðferðilegri sekt. Þetta sagði hann við upphaf réttarhalda sem hófust í morgun. Gröning er 93 ára. Hann hafði eitt sinn það starf að taka við eigum fanga sem fluttir voru í útrýmingarbúðirnar Auschwitz. Hann er ákærður fyrir að hafa átt aðild að morðum 300.000 fórnarlamba helfararinnar. Hann neitar sök.

Við réttarhöldin í dag lýsti hann starfi sínu í útrýmingarbúðum. Hann segist hafa orðið vitni að fjöldamorðum en segist ekki hafa tekið beinan þátt í þeim.

Ef Gröning verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér 15 ára fangelsi.

„Ég bið um fyrirgefningu. Ég finn fyrir siðferðilegri sekt en hvort ég er sekur um refsivert athæfi, þið verðið að ákveða það,“ sagði hann við dómarana í morgun. 

Fréttir mbl.is:

Vilja að hann játi syndir sínar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert