Gíslar létust í drónaárás

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lýsti því yfir í dag að Bandaríkin bæru ábyrgð á dauðsföllum bandarísks og ítalsks gísls sem létust í aðgerð hersins við landamæri Afganistan og Pakistan í janúar.

Obama bað fjölskyldur gíslanna, Warren Weinstein og Giovanni Lo Porto, afsökunar í dag en öllum gögnum um aðgerðina, sem beindist gegn Al-Qaeda, hefur verið haldið leyndum þar til nú.

„Á grundvelli upplýsinga og gagna sem við höfum fengið teljum við að bandarísk aðgerð gegn hryðjuverkum þar sem skotmörkin voru búðir Al-Qaeda á svæði við landamæri Afganistan og Pakistan hafi óvart leit til dauða Warren og Giovanni í janúar síðastliðnum,“ sagði Obama í yfirlýsingu sinni.

„Sem forseti og yfirhershöfðingi, tek ég fulla ábyrgð á öllum aðgerðum okkar gegn hryðjuverkum, þar á meðal þeirri sem í ógáti tók líf Warren og Giovanni.“

Weinstein var tekin föngum eftir að vopnaðir menn smygluðu sér inn á heimili hans í Lahore í ágúst árið 2011 stuttu áður en hann hugðist snúa aftur til Bandaríkjanna eftir sjö ára vinnu í Pakistan. Hann birtist seinna í myndbandi þar sem hann virtist þvingaður til að biðja Bandaríkin um að sleppa föngum tengdum Al-Qaeda.

Hinn ítalski Lo Porto var hjálparstarfsmaður sem hvarf í janúar 2012 í Pakistan. 

Heimildarmenn AP herma að drón hafi verið notuð við aðgerðina sem mun ekki hafa verið stýrt af Bandaríkja her heldur af CIA. Hvíta húsið segir aðgerðina einnig hafa tekið líf Bandaríkjamannsins Ahmed Faruq sem var í leiðtogastöðu innan Al-Qaeda. Þá segir Hvíta húsið Bandaríkjamanninn Adam Gadahn sem einnig var áberandi innan Al-Qaeda hafa látist í sambærilegri aðgerð Bandaríkjanna í janúar.

„Bæði Faruq og Gadahn voru meðlimir í Al-Qaeda, aðgerðirnar voru ekki sérstaklega ætlaðar þeim og við höfðum ekki upplýsingar sem gáfu nærveru þeirra í skyn á þeim stöðum sem aðgerðirnar fóru fram.“

Barack Obama var alvarlegur í bragði þegar hann tilkynnti um …
Barack Obama var alvarlegur í bragði þegar hann tilkynnti um hlut Bandaríkjanna í dauðsföllunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert