Flóttamenn nefndir kakkalakkar í Sun

Hörð gagnrýni hefur verið á skrif Katie Hopkins víða um …
Hörð gagnrýni hefur verið á skrif Katie Hopkins víða um heim og hafa yfir 200 þúsund krafist þess að hún verði rekin frá The Sun eftir að hún líkti flóttafólki við kakkalakka. AFP

Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum,  Zeid Ra'ad Al Husein, hvetur bresk stjórnvöld til þess að grípa til aðgerða gegn dagblaðinu The Sun en einn dálkahöfunda blaðsins kallaði flóttamenn kakkalakka.

Yfirlýsing Al Husein er afar harðorð en þar gagnrýnir hann dálkahöfund The Sun, Katie Hopkins, harðlega, og segir orðbragð hennar svipað því að einhverjir fjölmiðlar í Rúanda notuðu í undanfara þjóðarmorðanna þar í landi árið 1994 og nasistar beittu á fjórða áratug síðustu aldar í undanfara seinni heimstyrjaldarinnar.

Hann segir að  greinin, sem  birtist þann 17. apríl sl. í víðlesnasta dagblaði Bretlands, endurspegli viðurstyggilegan neðanbeltis rasisma sem einkenni umræðuna um innflytjendur í sífellt fleiri ríkjum Evrópusambandsins.

Orðræða sem þessu dragi einnig úr samúð með þeim þúsundum  sem flýja átök, mannréttindabrot og fátækt en drukkna á leið sinni yfir Miðjarðarhaf.

Á svipuðum tíma og The Sun birti greinina bárust fréttir af fleiri hundruð flóttamönnum sem drukknuðu á leið frá Afríki til Evrópu.

Þegar hafa 1750 farist á leið sinni yfir hafið sem er þrjátíu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. 

Zeid biður bresk stjórnvöld, fjölmiðla og eftirlitsaðila til þess að grípa til aðgerða og stöðva birtingar á slíkum rasisma í fjölmiðlum. 

Þessi siðlausa árás með orðum á flóttamenn og hælisleitendur í bresku æsifréttablaði hefur fengið að halda áfram án afskipta allt of lengi, segir Al Husein. Hann segir að ef birting greinarinnar brjóti gegn lögum þá eigi að draga ritstjóra The Sun, sem tóku ákvörðun um að birta greinina, til ábyrgðar ásamt höfundi greinarinnar.

Grein Hopkins sé einfaldlega ein af mörgum dæmum um öfgahatri gegn útlendingum sem hafi birst í breskum æsifréttablöðum undanfarna tvo áratugi.

Hopkins biður fólk um að gera engin mistök því þessir flóttamenn séu eins og kakkalakkar og þó svo þeir líti út eins Eþíópía Bob Geldofs árið 1984 þá séu þeir þannig byggðir að þeir lifi af kjarnorkusprengju. Hún hvetur ríki Evrópu til þess að taka upp harða stefnu gagnvart innflytjendum og gera eins og Ástralar sem senda herskip gegn flóttabátunum. „Bretland er ekki El Dorado,“ segir Hopkins í greininni. Hún segir að hluti breskra bæja sé að drukkna í fjölda flóttamanna og hælisleitenda sem leggi undir sig sjóði félagslega kerfisins eins og Monopoly peninga.

<blockquote class="twitter-tweet">

Sun columnist <a href="https://twitter.com/KTHopkins">@KTHopkins</a> says it’s time to get Australian over immigration <a href="http://t.co/rDQNX36Naa">http://t.co/rDQNX36Naa</a> <a href="http://t.co/uSkWDT1Qkg">pic.twitter.com/uSkWDT1Qkg</a>

— The Sun (@TheSunNewspaper) <a href="https://twitter.com/TheSunNewspaper/status/588960586026852353">April 17, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Hér er hægt að skoða grein Hopkins á vef Huffington Post en vefur The Sun er lokaður fyrir aðra en áskrifendur

<blockquote class="twitter-tweet">

Katie Hopkins, we shouldn't ‘use gunships to stop migrants’. RT if you agree <a href="https://twitter.com/hashtag/RestartTheRescue?src=hash">#RestartTheRescue</a> <a href="http://t.co/788uDOhyn4">http://t.co/788uDOhyn4</a> <a href="http://t.co/lLOC3VwC4J">pic.twitter.com/lLOC3VwC4J</a>

— Save the Children UK (@savechildrenuk) <a href="https://twitter.com/savechildrenuk/status/589091059386429440">April 17, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Katie Hopkins has written a piece so hateful it might give Hitler pause– why was it published? <a href="http://t.co/B48cC51274">http://t.co/B48cC51274</a> <a href="http://t.co/qBqfRpfQR7">pic.twitter.com/qBqfRpfQR7</a>

— Jonathan Haynes (@JonathanHaynes) <a href="https://twitter.com/JonathanHaynes/status/589377714966175744">April 18, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Petition calling for The Sun to sack Katie Hopkins passes 200,000 after migrant article <a href="http://t.co/F2JFRoPqFL">http://t.co/F2JFRoPqFL</a> <a href="http://t.co/QFO9go81vG">pic.twitter.com/QFO9go81vG</a>

— ITV News (@itvnews) <a href="https://twitter.com/itvnews/status/590250920161640448">April 20, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>





Dálkahöfundur The Sun líkir þessum mönnum við kakkalakka.
Dálkahöfundur The Sun líkir þessum mönnum við kakkalakka. AFP
1750 flóttamenn hafa farist á leið sinni yfir Miðjarðarhafið - …
1750 flóttamenn hafa farist á leið sinni yfir Miðjarðarhafið - þrátt fyrir það telur dálkahöfundur The Sun þá vera þannig innbyggða að þeir geti lifað af kjarnorkusprengju AFP
Flóttamenn eru í huga dálkahöfundar The Sun kakkalakkar og ekkert …
Flóttamenn eru í huga dálkahöfundar The Sun kakkalakkar og ekkert annað AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert