Svipmyndir frá Nepal

Suresh Parihar, íbúi í Nepal, leikur með átta mánaða gamla …
Suresh Parihar, íbúi í Nepal, leikur með átta mánaða gamla dóttur sína á sjúkrahúsi. AFP

Björgunarhópar streyma til Nepal þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir eftir jarðskjálfta sem reið yfir landið í gær. Talið er að rúmlega 2.200 manns hafi látið lífið en ljóst er að tala látinna á eftir að hækka nokkuð næstu daga.

Í myndasyrpu sem fylgir fréttinni má sjá svipmyndir frá Nepal.

Samgöngur eru úr skorðum, fólk gengur um götur Katmandú í reiðileysi með eigur sínar, íbúar syrgja látna ættingja og göngufólk og sjerpar eru fluttir slasaðir úr grunnbúðum Everest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert