Enga aðstoð að fá í Baltimore

Miklar óeirðir eru í Baltimore.
Miklar óeirðir eru í Baltimore. AFP

Karen Pálsdóttir er búsett í Baltimore, á svæðinu þar sem mótmæli og óeirðir ganga yfir vegna andláts Freddie Gray í höndum lögreglunnar í Baltimore.

Karen Pálsdóttir á Twitter

Hún segir ekkert upp úr því að hafa að kalla til lögreglu, því lögreglan geti einfaldlega ekki sinnt útköllum. Þjóðvarðlið Maryland er að hennar sögn á leiðinni til borgarinnar, en hún óttast að óeirðirnar eigi frekar eftir að versna nú þegar dimma tekur í Baltimore, sem er staðsett á austurströnd Bandaríkjanna. 

Tíst hennar frá því í kvöld hafa vakið mikla athygli, þar sem hún lýsir í smáatriðum því sem er að gerast í kringum hana.

Frétt mbl.is: Brotist inn til Íslendings

<blockquote class="twitter-tweet">

Pointless að hringja í lögguna / ekki hægt að fara neitt. Hurðin mín er úr stáli sem betur fer!

— Karen Palsdottir (@lilkronosp) <a href="https://twitter.com/lilkronosp/status/592838265008422912">April 27, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Þegar blaðamaður spurði hana hvort allt væri í lagi svaraði hún: „Já, allavega núna. Það er mest verið að ráðast á búðir. En við búum við verslunargötu þannig það eru miklar skemmdir allt í kring,“ segir Karen. Hún segir sig þó líklegast ekki vera í hættu því hurðin á íbúðinni hennar sé úr stáli.

Óeirðirnar hófust í kringum hafnarboltaleik

„Það var reynt að brjótast inn hjá okkur en við höldum að ekkert sé brotið niðri. Við komust ekki neitt. Löggurnar eru allar uppteknar að byggja veggi gegn mótmælendum,“ segir Karen. „Fólk er að reyna að herma eftir bíó myndinni The Purge“, en í myndinni gilda engin lög í einn sólarhring á ári.

Karen segir mótmælin hafa verið friðsamleg á laugardaginn, en mótmælendur komu saman vegna þess að Freddie Gray lést í haldi lögreglu af áverkum sem hann hlaut við handtökuna.

„Lögreglan reyndi að brjóta upp mótmælin vegna hafnabolta leiks a milli Orioles og Red Sox,“ segir Karen, „sem mótmælendum fannst skiljanlega mjög mikil óvirðing. Þá byrjaði ofbeldið og óeirðirnar,“ segir hún.

Hún gerir stutt hlé á samtali okkar þar sem hún er að hlusta á tilkynningu frá borgarstjóra Baltimore í sjónvarpinu og tala við pabba sinn í síma.

Mótmælin segir hún framan af hafa verið friðsamleg. Þetta myndband sýnir hins vegar mótmælendur gera aðsúg að veitingastað þar sem meðleigjandi hennar vinnur. Hún faldi sig inni á baðherbergi staðarins. 

<blockquote class="twitter-video">

Most <a href="https://twitter.com/hashtag/FreddieGray?src=hash">#FreddieGray</a> protesters were peaceful. But some started fights, vandalized shops near stadium: <a href="https://t.co/nK6t3omvpz">https://t.co/nK6t3omvpz</a>

— AJ+ (@ajplus) <a href="https://twitter.com/ajplus/status/592110762232975360">April 25, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Hún segist hafa verið á veitingastað rétt hjá, og að lögreglan hafi grátbeðið eigandann um að loka honum. Hann neitaði, en hún slapp ómeidd þaðan. „Ég er mjög stressuð,“ segir hún þegar blaðamaður spyr hvernig henni líði. „Skiljanlega,“ svarar blaðamaður.

Versnar þegar dimmir

Þó svo að þjóðvarðliðið sé á leið til borgarinnar þá á hún bara von á því að ástandið versni eftir því sem á líður og dimma tekur. „Það er ekki hægt að hringja í lögregluna eða fá neina hjálp þar sem þau hafa nóg að gera,“ segir hún. „Þessvegna er fólk að rústa öllu. Lögreglan getur ekkert gert þannig við erum búnar að læsa okkur inni og vonum það besta.“

Hún á ekki von á að þjóðvarðliðið nái að stilla til friðar og telur það frekar kallað til til þess að koma í vef fyrir frekari skemmdir. Hún segist hins vegar sýna málstað mótmælenda skilning. „Ég styð mótmælin og er vonsvikin út í lögregluna. En þetta hefur gengið hræðilega langt,“ segir hún. „Lögreglan hérna hefur líka ekki höndlað þetta jafn vel og til dæmis lögreglan í Suður-Karólínu sem gerði það að reglu eftir að maður var skotinn í bakið að allir lögreglumenn þurfi að ganga með myndavélar,“ segir Karen.

Útlit er fyrir að mótmælin og óeirðirnar í Baltimore haldi áfram. Skólar í borginni verða lokaðir á morgun, og hafa atburðirnir verið bornir saman við óeirðirnar sem brutust út eftir að Martin Luther King var skotinn árið 1968.

<blockquote class="twitter-tweet">

Ég heyrði að það sé búið að kveikja í 711 hérna rétt hjá. Hef ekki séð myndir enn. Það hefur verið mikil bruna lykt inni hjá mét í kvöld

— Karen Palsdottir (@lilkronosp) <a href="https://twitter.com/lilkronosp/status/592849044340342788">April 28, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
Karen Pálsdóttir.
Karen Pálsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert