Lýsa yfir ábyrgð

AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni í Texas á sunnudagskvöldið. Þetta er fyrsta aðgerð samtakanna í Bandaríkjunum. Árásarmennirnir voru skotnir til bana af lögreglu en þeir höfðu skotið á öryggisvörð við Curt­is Culwell-miðstöðina við skóla í Garland, út­borg Dallas, á sunnu­dagskvöldið.

AFDI, sam­tök sem efnt höfðu til verðlauna­sam­keppni um skopteikn­ing­ar af Múhameð spá­manni til að leggja áherslu á tján­ing­ar­frelsið, voru á fundi í skól­an­um á sunnu­dag.

Í tilkynningu frá Ríki íslams kemur fram að tveir hermenn kalífadæmisins hafi verið teknir af lífi í árás sem gert var á listasýningu í Garland, Texas. Á sýningunni var dreginn upp neikvæð mynd af Múhameð spámanni, segir í tilkynningu.

„Við segum ykkur Bandaríkjamenn að það sem er í vændum er jafnvel stærra og hatrammara og að þið munið sjá hermenn Ríkis íslams fremja voðaverk,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás í Bandaríkjunum.

Hafði verið grunaður um hryðjuverk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert