Margir senda Karlottu gjafir

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge með litlu prinsessuna.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge með litlu prinsessuna. AFP

Hennar hátign Karlotta Elísabet Díana af Cambridge þarf ekki að líða skort. Hún hefur þegar fengið gríðarlega athygli um allan heim og ríkisborgarar Bretlands munu sjá til þess að hún muni hafa nóg á milli handanna út ævina.

Þá hafa prinsessunni og foreldrum hennar borist fjölmargar gjafir víða af úr heiminum. Hún hefur meðal annars fengið bleikan kjól frá Ísrael og teppi frá Ástralíu. 

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sendi barninu fallegt teppi fyrir hönd áströlsku þjóðarinnar. Þá mun landið einnig gefa 5.200 pund, eða rúma milljón til góðgerðamála. Í kveðju til fjölskyldunnar sagðist Abbott vonast til þess að prinsessan gæti heimsótt landið einn daginn.

Elísabet Bretadrottning, langamma prinsessunnar, hitti barnið í fyrsta skipti í dag. Áður hafði verið talið að fjölskylda ætlaði að hitta hana í gær, mánudag.

Prinsessuna er nú einnig að finna í sérstakri legó-uppsetningu af fjölskyldunni ungu, líkt og sjá má í frétt BBC.

7 þúsund bollar verða framleiddir af verksmiðju í Bretlandi vegna fæðingu Karlottu og hafa 200 starfsmenn unnið dag og nótt við að handmála bollana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert