Tveir nýir frambjóðendur repúblikana

Carly Fiorina, fyrrverandi forstjóri tölvufyrirtækisins Hewlett-Packard tilkynnti í gær að hún myndi taka þátt í forvali Repúblikanaflokksins á frambjóðanda flokksins í komandi forsetakosningum.

Taugaskurðlæknirinn Ben Carson sagðist á sunnudag stefna að því að verða forsetaefni bandarískra repúblikana í kosningunum haustið 2016. Hann er vinsæll hjá Teboðshreyfingunni hægrisinnuðu en Fiorina segir að hún sé sá repúblikani sem geti haft betur í baráttunni við Hillary Clinton, sem hefur tilkynnt um að hún sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins.

 

Carly Fiorina
Carly Fiorina AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert