Aðalflugvöllurinn í Róm lokaður

Slökkviliðsmaður í flugstöðvarbyggingunni í morgun.
Slökkviliðsmaður í flugstöðvarbyggingunni í morgun. AFP

Fiumicino-flugvöllurinn í Róm var lokað í morgun eftir að eldur braust út í einni flugstöðvarbyggingunni. Enginn slasaðist. Völlurinn verður ekki opnaður aftur fyrr en í hádeginu í dag, að íslenskum tíma.

Eldurinn braust út kl. 3 í nótt að íslenskum tíma, 5 að staðartíma. Hann kom upp í flugstöðvarbyggingu 3. Flugvöllurinn er aðalflugvöllur Rómar og er í um 30 km vestur af borginni.

Nokkrir starfsmenn vallarins fengu reykeitrun. Um 50 slökkviliðsmenn börðust við eldinn og tók um tvo tíma að ná að hefta útbreiðslu hans. Enn logaði í byggingunni kl. 7.30 í morgun.

Flugvallaryfirvöld segja að ekki verði hægt að opna flugvöllinn fyrir farþegum fyrr en kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma, 14 að staðartíma.

Búið er að aflýsa innanlandsflugi sem fara átti í gegnum völlinn en vélum í millilandaflugi var lent á vellinum í morgun.

Ítalskir fjölmiðlar segja að verslanir í flugstöðvarbyggingunni hafi skemmst verulega í eldsvoðanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert