Bjóða flóttafólki tímabundið hæli

Stjórnvöld í Malasíu og Indónesíu hyggjast bjóða flóttafólki sem var bjargað við strendur Aech í Indónesíu í morgun tímabundið hæli. Utanríkisráðherrar ríkjanna funduðu í dag um flóttamannavandann á Andmanhafi.

Eins og kunnugt er urðu sjómenn á svæðinu varir við trébáta með flóttamönnum í morgun og komu þeir öllum, alls 423 manns, til aðstoðar.

Bát­ur­inn hvarf af radarn­um und­an strönd Tæ­l­ands fyr­ir þrem­ur dög­um og ekk­ert hafði sést til síðan fyrr en nú. 

Fólkið var mjög illa á sig komið og höfðu einhverjir látist úr hungri.

Á und­an­förn­um árum hafa þúsund­ir Rohingya-mús­líma lagt í hættu­leg­ar ferðir frá My­an­mar í leit að betra lífi. Marg­ir von­ast til að kom­ast til Malas­íu, þar sem mús­lím­ar eru í mikl­um meirihluta, en marg­ir hafa lent í klóm glæpa­hópa sem stunda man­sal í Taílandi. 

Sam­einuðu þjóðirn­ar segja að Rohingya-mús­lím­ar séu á meðal þeirra hópa í heim­in­um sem þurfa að þola gríðarlega mikl­ar of­sókn­ir. 

Frétt mbl.is: Björguðu 426 flóttamönnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert