Björguðu 208 flóttamönnum

AFP

Sjóherinn í Myanmar bjargaði í nótt 208 flóttamönnum af tveimur bátum í Andamanhafi. Er þetta í fyrsta sinn sem stjórnvöld í landinu koma flóttamönnum á sjó til bjargar, eftir að hafa verið ítrekað hvött til þess að bregðast við flóttamannavandanum.

Þar til á miðvikudag höfðu stjórn­völd í Myanmar, Malas­íu og Indó­nes­íu neitað að taka á móti bát­um yf­ir­full­um af flótta­mönn­um, en eft­ir mikla gagn­rýni til­kynnti for­sæt­is­ráðherra lands­ins Malasíu að þessu yrði breytt og stjórn­völd myndu leita að og bjarga flótta­mönn­um. Yfir sjö þúsund manns eru tald­ir vera fast­ir í bát­um úti á sjó í Anda­man­hafi.

Á und­an­förn­um árum hafa þúsund­ir Rohingya-mús­líma lagt í hættu­leg­ar ferðir frá My­an­mar í leit að betra lífi. Marg­ir von­ast til að kom­ast til Malas­íu, þar sem mús­lím­ar eru í mikl­um meiri­hluta, en marg­ir hafa lent í klóm glæpa­hópa sem stunda man­sal í Taílandi. 

Sam­einuðu þjóðirn­ar segja að Rohingya-mús­lím­ar séu á meðal þeirra hópa í heim­in­um sem þurfa að þola gríðarlega mikl­ar of­sókn­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert