Mennirnir rússneskir hermenn

AFP

Tveir menn sem handsamaðir voru af úkraínskum hermönnum á laugardag, grunaðir um hryðjuverkastarfsemi, hafa játað að vera meðlimir rússneska hersins. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Mennirnir voru yfirheyrðir á herspítala í Kiev af fulltrúum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru mennirnir vopnaðir en höfðu ekki fengið fyrirmæli um að gera árás.

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu ÖSE, en hafa áður sagt að mennirnir tveir gegni ekki lengur herþjónustu.

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu ÖSE en hingað til sagt að mennirnir hafi ekki lengur gegnt herþjónustu þegar þeir voru handsamaðir og því ekki á ábyrgð rússneska hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert