Fundu fjöldagrafir í Malasíu

AFP

Zahid Hamidi, innanríksráðherra Malasíu, greindi frá því í morgun að fjöldagrafir hefðu fundist í norðurhluta landsins, í grennd við búðir á vegum glæpahópa sem stunda mansal.

Hamidi sagði að grafirnir hefðu fundist nálægt landamærum Malasíu og Taílands. „En við vitum ekki hversu mörg lík eru þarna. Við eigum örugglega eftir að finna fleiri,“ sagði ráðherrann við dagblaðið The Star.

Malasíska dagblaðið Utusan Malaysia greindi frá því að um þrjátíu fjöldagrafir hefðu fundist á svæðinu og að þar væri að finna hundruð beinagrinda.

Að sögn heimildarmanna blaðsins fundust þar meðal annars lík Rohingya-múslima.

Á und­an­förn­um árum hafa þúsund­ir Rohingya-mús­líma lagt í hættu­leg­ar ferðir frá Búrma í leit að betra lífi. Marg­ir von­ast til að kom­ast til Malas­íu, þar sem mús­lím­ar eru í mikl­um meirihluta, en marg­ir hafa lent í klóm glæpa­hópa sem stunda man­sal í Taílandi. 

Sam­einuðu þjóðirn­ar segja að Rohingya-mús­lím­ar séu á meðal þeirra hópa í heim­in­um sem þurfa að þola gríðarlega mikl­ar of­sókn­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert