Gráum hárum fjölgar hjá Cameron

Endurbætur hafa verið gerðar á vaxstyttu Madame Tussauds-safnsins í Lundúnum af forsætisráðherra Bretlands, David Cameron. Gráu hárunum hefur fjölgað og hrukkurnar hafa dýpkað.

Nicole Fenner, sem fer með almannatengsl hjá Madame Tussauds-safninu í Lundúnum, segir að þegar Cameron varð forsætisráðherra árið 2010 hafi verið gerð vaxstytta af honum og sett upp í safninu. Nú fimm árum síðar var ákveðið að loknum kosningum að laga styttuna aðeins til svo styttan sé líkari útliti Camerons í dag. Hún segir eðlilegt að gráum hárum hafi fjölgað og hrukkurnar dýpkað hjá manni sem hefur gegnt starfi forsætisráðherra í fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert