Flagga í hálfa stöng vegna andar

Hér má sjá tilkynningu um dauða Desmond Drake.
Hér má sjá tilkynningu um dauða Desmond Drake. Skjáskot af SkyNews

Flaggað verður í hálfa stöng í þorpi í Bretlandi í dag þegar íbúar bæjarins koma saman til jarðarfar Desmond Drake. Það er ef til vill ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að um er að ræða önd sem hefur búið á tjörninni í þorpinu í 25 ár.

Drake var meðal annars þekktur fyrir að hræða aðra fugla á tjörninni og fyrir getu hans til að borða mikið magn af gömlu brauði og kökum.

Nýlega fundu íbúar hrúgu af fjöðrum nálægt tjörninni og uppgötvuðu að refur hafði étið öndina Drake. Minningarathöfn verður haldin um hann á bar þorpsins um í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert