Blatter vinnur að úrbótum

Sepp Blatter sagði af sér nokkrum dögum eftir að hann …
Sepp Blatter sagði af sér nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti FIFA: AFP

Fráfarandi forseti FIFA, Sepp Blatter, vinnur að umbótum fyrir knattspyrnusambandið þrátt fyrir að hafa sagt af sér fyrir fjórum dögum síðan. Hann mun sitja í embætti forseta þar til eftirmaður hans hefur verið kjörinn. Óvíst er hvenær það gerist.

Blatter sagði í tilkynningu í dag að hann hefði átt uppbyggilegan fund um aðgerðir og tímaramma með stjórnarformanni eftirlitsapparats FIFA. Þar sagði einnig að þeir ynnu saman að því að koma á þýðingarmiklum umbótum á stjórnkerfi sambandsins.

<blockquote class="twitter-tweet">

Working hard on reforms after meeting Audit &amp; Compliance Committee Independent Chairman Scala <a href="http://t.co/PQzpewvQz6">http://t.co/PQzpewvQz6</a> <a href="http://t.co/FDPQeyFFNT">pic.twitter.com/FDPQeyFFNT</a>

— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) <a href="https://twitter.com/SeppBlatter/status/606499462098370561">June 4, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Fjórtán einstaklingar, embættismenn hjá FIFA og aðrir, hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á djúpstæðri og langvarandi spillingu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Sjö eru í haldi lögreglu í Sviss.

Blatter er ekki meðal ákærðu.

Jack Warner, fyrrverandi varaforseti FIFA, sagði í dag að hann hyggðist opinbera flóð sönnunargagna er varða fjármál sambandsins. Þá hófu lögregluyfirvöld í Suður-Afríku rannsókn á ásökunum um að embættismenn hafi greitt mútur til að tryggja landinu heimsmeistaramótið 2010.

Það gerðist einnig í dag að John Delaney, framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, staðfesti að FIFA hefði greitt 5 milljónir evra til að koma í veg fyrir lögsókn í kjölfar þess að Írar töpuðu leik á móti Frakklandi 2009 í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Í framlengingu skoraði William Gallas, leikmaður Frakka, mark eftir sendingu frá Thierry Henry, sem notaði hendina til að ná stjórn á boltanum.

John Whittingdale, menningarmálaráðherra Breta, hefur sagt að England sé reiðubúið til að halda heimsmeistaramótið 2022 ef Katar missir það vegna rannsóknarinnar.

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert