38 féllu í árás Boko Haram

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP

Að minnsta kosti 38 manns féllu í tveimur árásum vígamanna hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu á miðvikudag.

Árásirnir áttu sér stað í tveimur þorpum í landinu, Lamina og Ungumawo, en auk brenndu vígamennirnir nokkur hús til kaldra kola. Muhammadu Buhari, nýr forseti Nígeríu, hefur heitið því að berjast af fullum þunga gegn samtökunum. Hann setti nýlega í farveg áætlaniir um að stækka alþjóðlega herliðið svo það samanstandi af 7.500 hermönnum, að því er segir í frétt AFP.

Vígamenn Boko Haram hafa gert fjölmargar árásir í Nígeríu á undanförnum árum og mánuðum. Samtökin voru stofnuð árið 2002 og hafa það að markmiði að stofna nýtt íslamskt ríki á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert