Myndir: Gleðin alsráðandi í New York

Hundruð þúsund manns mættu og fylgdust með gleðigöngunni í New York í dag, en þar var meðal annars fagnað dómi hæstaréttar frá því á föstudaginn þar sem hjónaband samkynhneigðra var gert löglegt í öllum ríkjum landsins. 

Þrátt fyrir rigningu segja skipuleggjendur hátíðahaldanna að allt að tvær milljónir hafi komið og fylgst með göngunni þar sem 22 þúsund manns gengu fylktu liði í skrautlegustu göngu ársins. 

Derek Jacobi og Ian McKellen, tveir þekktir breskir leikarar sem báðir eru samkynhneigðir, voru stórmarskálkar göngunnar, en auk þeirra leiddu gönguna Kasha Jacqueline Nabagesera, stofnandi samtaka um frelsi LGBT fólks í Úganda, en þar er samkynhneigð ólögleg samkvæmt lögum.

Algengt var að sjá hin einföldu en áhrifaríku skilaboð „ást“ (e. love) meðal þátttakenda í göngunni í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert