Lífsýnin ekki rannsökuð á ný

Nokkur sönnunargögn sem talin eru sérstaklega mikilvæg í morðmálunum á eyjunum Koh Tao á Tælandi á síðasta ári sem nú eru fyrir dómi verða ekki rannsökuð á ný. Þetta kom í ljós í morgun en aðalmeðferð málsins hófst í gær.

Farandverkamennirnir Zaw Lin og Win Zaw Tun eru ákærðir fyrir að hafa myrt hinn 24 ára David Miller og nauðgað og myrt hina 23 ára Hönnuh Witheridge í september á síðasta ári. Mennirnir hafa báðir lýst yfir sakleysi sínu.

Lögregla á Tælandi og saksóknarar segja lífssýni málsins benda til þess að mennirnir hafi framið glæpinn. Lögfræðingar mannanna segja aftur á móti að mennirnir hafi verið gerðir að blórabögglum þar sem lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið fljótt og örugglega.

Lögfræðingar mannanna hafa hingað til að mestu byggt vörn sína á beiðni um að rannsaka sönnunargögnin á ný, þar á meðal lífssýni sem fundust á sígarettum og smokk sem fannst nálægt vettvangi glæpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert