Meirihlutinn vill ekki evruna

AFP

Meirihluti Hollendinga vill gefa evruna upp á bátinn ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar þar í landi sem gerð var fyrir hollenska dagblaðið Telegraaf

Fram kemur í frétt blaðsins að tæp 60% Hollendinga vilji hætta að nota evruna sem gjaldmiðil Hollands. Hins vegar vill rúmur helmingur þeirra ekki taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil á nýjan leik heldur mynda nýtt myntbandalag með ríkjum eins og Þýskalandi.

Úrtak könnunarinnar náði til um eitt þúsund manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert