Skilaboð til andstæðinga hjónabands samkynhneigðra

Erin McLeod varði mark Kanada á Heimsmeistaramótinu sem fór fram …
Erin McLeod varði mark Kanada á Heimsmeistaramótinu sem fór fram þar í landi fyrr í sumar. AFP

Knattspyrnukonurnar Erin McLeod og Ella Masar giftu sig á dögunum eftir að heimsmeistaramótinu í knattspyrnu lauk í Kanada. Þar lék McLeod fyrir heimaþjóðina en Masar, sem er bandarísk, komst ekki í liðið.

Masar sagðist hrærð yfir öllum skilaboðunum sem þær hafi fengið síðan á brúðkaupsdaginn. Þrátt fyrir að hjónaband samkynhneigðra hafi verið löglegt í Kanada síðan 2005 og nýlega í öllum ríkjum Bandaríkjanna, fengu þær líka neikvæð skilaboð frá fólki. Þeim einstaklingum fannst ekki að tvær konur ættu að giftast.

Masar sagði eftirfarandi við neikvæða fólkið: „Takk fyrir að biðja fyrir mér og styrkja mig í trúnni. Þegar þið biðjið „Guð hjálpaðu Ellu að sjá syndina í því að elska þessa konu, fyrir að virða hana og vera henni ávallt trú“ þá getið þið vitað að ég bið líka: „Takk Guð fyrir að leyfa mér að finna betri helminginn minn, fyrir að finna einhvern sem styrkir mig í trúnni og leyfir mér að vera manneskjan sem ég vil vera. Takk fyrir að kenna mér hvað það þýðir að elska, amen.““

Hér er mynd af Twitter-síðu McLeod frá brúðkaupsdeginum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert