Kona dæmd fyrir barnaníð

mbl.is/Brynjar Gauti

Þriggja barna áströlsk móðir hefur verið dæmd í sex ára fangelsi fyrir barnaníð en hún hafði a ítrekað kynmök við ungan pilt. Kynferðisofbeldið stóð yfir í tvö ár og eignaðist hún barn með drengnum sem var tólf ára gamall þegar ofbeldið hófst.

Þegar héraðsdómari í Victoria kvað upp dóminn í morgun sagði hann að konan hefði svipt drenginn barnæskunni.

Við réttarhöldin kom fram að árið 2011 fór konan að keyra dóttur sína, tólf ára, og vin hennar í skólann. Konan var 36 ára gömul á þeim tíma. Hún viðurkenndi að hún hefði borið tilfinningar til drengsins og að þau hafi átt í ástarsambandi án þess að hafa notað getnaðarvarnir.

Samkvæmt dagblaðinu Melbourne Age stóð ofbeldið yfir í tvö ár og fæddi konan stúlku í maí í fyrra er drengurinn var fjórtán ára gamall. Þegar foreldrar hans komust að sambandinu tilkynntu þau brot konunnar til lögreglu. Lífsýni sýna að hann er faðir barnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert