1200 hektarar urðu eldi að bráð

Talið er að yfir 1200 hektarar lands hafi eyðilagst í skógareldum í Katalóníu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá spænskum yfirvöldum þurftu 800 manns að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.

Eldurinn kviknaði á sunnudag skammt frá bænum Odena, í um 70 km fjarlægð frá Barcelona. Ekki hefur tekist að slökkva þá alveg en mjög hefur dregið úr krafti hans einkum vegna rakara lofts og logns.

Eldsupptökin eru rakin til elds sem kviknaði þegar bóndi var við slátt. Hann tilkynnti um óhappið og verður látinn sæta ábyrgð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka