Laug móðirin upp á öryggisvörðinn?

Forsvarsmenn Primark segja mæður með barn á brjósti velkomnar í …
Forsvarsmenn Primark segja mæður með barn á brjósti velkomnar í verslunum fyrirtækisins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kona sem hélt því fram í fjölmiðlum að öryggisvörður hefði tekið dóttur hennar af brjósti  þegar hún gerði sig líklega til að gefa henni í verslun Primark í Leicester hefur verið ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar, en forsvarsmenn verslunarinnar neita því að atvikið hafi átt sér stað.

Caroline Starmer, 28 ára fjögurra barna móðir, sagði frá atvikinu á Facebook og síðar í fjölmiðlum. Hún sagði að atvikið hefði átt sér stað þegar hún reyndi að gefa níu mánaða dóttur sinni brjóst, en fulltrúar Primark neita frásögn Starmer og hafa afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum.

Þeir segja mæður með börn á brjósti velkomnar í verslunum keðjunnar. Starmer mætir fyrir dóm 24. ágúst nk.

Guardian sagði frá.

Frétt mbl.is: Þreif barn af brjósti móður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert