Villtar vallabíur í Frakklandi

Nokkrar vallabíur sem voru í dýragarði í bænum Emance, skammt frá París, sluppu út úr garðinum fyrir um 40 árum. Nú lifa um 100 vallabíur villtar í skógi þar rétt hjá.

<br/>

Vallabíur eru pokadýr og minna mjög á kengúrur í útliti. Heimahagar þeirra eru í Tasmaníu en þær virðast una sér vel í Frakklandi enda loftslagið svipað. 

Ekki væsir um skepnurnar, sem hafa nóg að bíta og brenna, og vegna stærðar leggja refirnir ekki í þær. Helsta ógn sem steðjar að þeim er bílaumferðin og drepast 15-20 vallabíur árlega í umferðarslysum á þessum slóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert