Rýmingu aflétt í Ósló

Norska lögreglan að störfum
Norska lögreglan að störfum AFP

Lögreglan í Ósló segir að leit sé lokið á svæðinu í kringum háskólann í Ósló og ekkert hafi fundist. Því er verið að taka niður girðingar sem settar voru upp til að loka svæðinu fyrir gestum og gangandi. 

Fyrr í morgun girti lögreglan af stærra svæði við háskólann í Ósló og eins lokað lestarstöðinni við skólasvæðið eftir að hlutur sem líkist sprengju og jakki fundust á svæðinu. Skotið var á öryggisvörð á háskólasvæðinu í nótt og er tveggja manna leitað í tengslum við árásina.

Á blaðamannafundi hjá lögreglunni í Ósló í morgun kom fram að skotárásin er rannsökuð sem morðtilraun. Enn er ekki ljóst hvort um raunverulega sprengju er að ræða eða eftirlíkingu en sprengjusveit lögreglunnar er á staðnum.

Flugbann hefur verið sett á yfir háskólasvæðið í Blindern, að því er segir í Twitter færslu lögreglunnar.

Að sögn lögreglu hefur svæðið verið rannsakað og ekkert grunsamlegt fundist. Von er á frekari upplýsingum á blaðamannafundi klukkan 12:30 að staðartíma, 10:3 að íslenskum tíma.

Mikill viðbúnaður í Ósló

<blockquote class="twitter-tweet">

Den bombelignende gjenstandene er nå undersøkt og Bombegruppa er ferdig på stedet. Sperringer blir nå redusert og situasjonen normaliseres.

— Oslo politidistrikt (@politietoslo) <a href="https://twitter.com/politietoslo/status/628864041314816000">August 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert