Vilja fá breska herinn til Calais

AFP

Lögreglan í Calais í Frakklandi biðlar til breskra yfirvalda um að grípa inn í og senda herinn yfir Ermarsundið og veita Frökkum aðstoð við að takast á við sístækkandi hóp flóttamanna sem vilja komast yfir sundið í leit að betra lífi í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef Telegraph.

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar eru það breskir og belgískir mansalshringir sem starfa í flóttamannabúðunum í Calais. 

Kvikmyndatökulið á vegum Sky náði myndum af litlum búðum í Grande Synthe, skammt fyrir utan Dunkirk þar sem um 120 flóttamenn héldu til. Þar sáu tökumenn á vegum Sky News að minnsta kosti 13 bifreiðar á breskum númerum sem hafði verið lagt í kringum tjöld og skýli flóttamannanna. Svo virðist sem fimmtán smyglarar ráði ríkjum í búðunum. Flóttamennirnir greiða smyglurunum síðan fyrir að koma sér yfir Ermarsundið.

Bruno Noël, yfirmaður lögreglunnar á hafnarsvæðinu í Calais og Ermarsundsgöngunum segir að lögreglumenn við landamæraeftirlit séu að vinna vinnuna fyrir Breta. Svo geti farið að álagið verði óyfirstíganlegt án aðstoðar frá Bretum.

„Við erum aðeins með fimmtán lögreglumenn í landamæraeftirliti við Ermarsundsgöngin. Getur þú ímyndað þér það miðað við ástandið? Því segi ég komið með breska herinn og látum þá vinna með Frökkum,“ segir Noël.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert