Bærinn í rúst eftir árásirnar

Markaðurinn í Douma er rústir einar eftir árásirnar í gær.
Markaðurinn í Douma er rústir einar eftir árásirnar í gær. AFP

Alls létust 96 í loftárásum sýrlenska stjórnarhersins á bæinn Douma í gær. Þar af eru fjögur börn. Um 240 særðust í loftárásunum en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.

Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Syrian Observatory for Human Rights gerði herinn að minnsta kosti tíu árásir á bæinn í gær en Douma er skammt frá höfuðborg landsins, Damaskus.

Stjórnarherinn hefur ítrekað gert loftárásir á þetta svæði en þær hafa aldrei kostað jafn marga lífið á þeim tveimur árum sem bærinn hefur verið undir stjórn uppreisnarmanna. 

Ljósmyndari AFP sem er á svæðinu segir að árásirnar í gær hafi verið þær skelfilegustu sem hann hafi upplifað frá því stríðið braust út í landinu. 

Myndir sem hafa borist frá bænum eru margar svo skelfilegar að það er ekki hægt að birta þær með fréttinni.

AFP
AFP
Börnum er ekki eirt
Börnum er ekki eirt AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert