Lifði af morðtilraun

norden.org

Sænska lögreglan rannsakar nú morðtilraun í smábænum Angered, skammt frá Gautaborg, í gærkvöldi en þar var maður skotinn en lifði árásina af.

Lögreglan var kölluð út í miðbæ Angered um tíu leytið í gærkvöldi eftir að skothvellir heyrðust þar. Þar fann hún mann sem hafði verið særður skotsárum. Lögreglan hefur ekki viljað veita fjölmiðlum frekari upplýsingar aðrar en þær að maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús og málið sé rannsakað sem morðtilraun.

Í apríl sl. var maður á þrítugsaldri skotinn til bana á bílastæði í Angered og í síðustu viku særðist maður sem var skotinn í Hjällbo hverfinu í Angered. 

Í síðustu viku sagði forsætisráðherra Svíþjóðar, Stef­an Löf­ven, að Svíar yrðu að standa saman eftir erfitt sumar þar sem fjölmörg ofbeldisverk hafa komið til kasta sænsku lögreglunnar.

Expressen.se

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert